Bandaríkin með forustu eftir fyrsta dag

Miguel Angel Jiménez fylgist með Justin Leonard á sjöundu flöt …
Miguel Angel Jiménez fylgist með Justin Leonard á sjöundu flöt á Valhalla golfvellinum í Kentucky. Reuters

Bandaríska úrvalsliðið hefur tekið forustuna eftir fyrsta daginn í keppninni um Ryderbikarinn í golfi milli Evrópu og Bandaríkjanna. Bandaríska liðið hafði yfir 3:1 eftir fjórmenning, fyrsta hluta keppninnar í dag, og eftir fjórleikinn í kvöld var staðan 5½-2½, Bandaríkjunum í vil.

Í fjórleiknum unnu  Phil Mickelson og Anthony Kim þá Padraig Harrington og Graeme Mcdowell með 1 holu, Justin Leonard og  Hunter Mahan unnu Sergio Garcia og Miguel Angel Jiménez, 4 og 3, og Ian Poulter og Justin Rose unnu Steve Stricker og Ben Curtis 4 og 2. J. B. Holmes og Boo Weekley gerðu jafntefli við Lee Westwood og Søren Hansen, sem jöfnuðu á síðustu holu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert