Bandaríska úrvalsliðið í golfi er með yfirhöndina fyrir lokadaginn í Ryderbikarnum en staðan er 9:7 fyrir Bandaríkin gegn Evrópuúrvalinu. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1995 þar sem að bandaríska liðið er með yfirhöndina fyrir lokadaginn. Á lokadeginum fara fram 12 leikir en bandaríska liðið var með þrjá vinninga í forskot eftir fyrsta keppnisdaginn, 5½-2½.
„Golfið sem við höfum séð fram til þessa hefur verið ótrúlegt,” sagði Paul Azinger fyrirliði bandaríska liðsins þegar keppni lauk á öðrum keppnisdegi. Sænski kylfingurinn Robert Karlsson var í aðalhlutverki á 18. flötinni í dag þegar hann þrípúttaði og fékk aðeins par. Karlsson og landi hans Henrik Stenson gerðu jafntefli gegn Phil Mickelson og Hunter Mahan en Karlsson fékk tækifæri til þess að tryggja sigur í þeirri viðureign.
Enski kylfingurinn Ian Poulter tók niður sólgleraugun og sýndi öllum sem vildu sjá augasteinana þegar hann tryggði Evrópu sigur gegn Kenny Perry og Jim Furyk á 18. Flöt. Greame McDowell frá Norður-Írlandi lék með Poulter en enski kylfingurinn hefur landað þremur stigum í fjórum leikjum en hann er eini kylfingurinn sem hefur leikið alla fjóra leikina fram til þessa.
„Vegurinn í þessari keppni er ójafn. Stundum fer maður útaf veginum og við gerðu það um tíma en við komum okkur inn á veginn aftur,” sagði Nick Faldo fyrirliði Evrópuliðsins.
Úrslit dagsins:
Fjórmenningur:
Evrópa 2½, Bandaríkin 1½
Ian Poulter/Justin Rose (E), sigruðu Stewart Cink/Chad Campbell, 4/3 (Bandaríkin).
Justin Leonard og Hunter Mahan (Bandaríkin), gerðu jafntefli gegn Miguel Angel Jiménez/Graeme McDowell (E).
Henrik Stenson/Oliver Wilson (E) sigruðu Phil Mickelson/Anthony Kim (Bandaríkin) 2/1.
Jim Furyk/Kenny Perry (Bandaríkin) sigruðu Padraig Harrington/Robert Karlsson (E) 3/1.
Fjórleikur:
Evrópa 2 - Bandaríkin 2
Boo Weekley/J.B. Holmes (Bandaríkin) sigruðu Lee Westwood/Sören Hansen (E) 2/1.
Ben Curtis/Steve Stricker (Bandaríkin) gerðu jafntefli gegn Sergio Garcia/Paul Casey (E)
Ian Poulter/Graeme McDowell (E) sigruðu Kenny Perry/Jim Furyk, (Bandaríkin)1/0
Phil Mickelson/Hunter Mahan (Bandaríkin) gerðu jafntefli gegn Henrik Stenson/Robert Karlsson (E).
Á morgun munu liðsmennirnir keppa í 12 leikja tvímenningi og verða leikirnir þessir, Bandaríkamenn eru taldir upp fyrst:
Anthony Kim - Sergio Garcia
Hunter Mahan - Paul Casey
Justin Leonard - Robert Karlsson
Phil Mickelson - Justin Rose
Kenny Perry - Henrik Stenson
Boo Weekley - Oliver Wilson
J.B. Holmes - Søren Hansen
Jim Furyk - Miguel Angel Jiménez
Stewart Cink - Graeme McDowell
Steve Stricker - Ian Poulter
Ben Curtis - Lee Westwood
Chad Campbell - Padraig Harrington,