Engin eftirsjá hjá Nick Faldo

Nick Faldo og Robert Karlsson.
Nick Faldo og Robert Karlsson. Reuters

Nick Faldo, liðsstjóri Evr­ópuliðsins í Ryder bik­arn­um, seg­ist stolt­ur af sínu liði og hann sjái ekki eft­ir nein­um ákvörðunum en Evr­ópa tapaði fyr­ir Banda­ríkja­mönn­um á Val­halla vell­in­um 16 1/​2 - 11 1/​2.

,,Eitt af mark­miðum mín­um var að fara héðan vit­andi það að ég hafi gert mitt besta fyr­ir liðið og ég er meira en ánægður. Ég er stolt­ur af öll­um sem að þessu komu. All­ir 24 kylf­ing­arn­ir gáfu allt sem þeir áttu og okk­ur vantaði ör­lítið upp á . Ég er gríðarlega stolt­ur af þess­um strák­um."

Faldo seg­ir það ólík­legt að hann muni stjórna liðinu á ný.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert