Engin eftirsjá hjá Nick Faldo

Nick Faldo og Robert Karlsson.
Nick Faldo og Robert Karlsson. Reuters

Nick Faldo, liðsstjóri Evrópuliðsins í Ryder bikarnum, segist stoltur af sínu liði og hann sjái ekki eftir neinum ákvörðunum en Evrópa tapaði fyrir Bandaríkjamönnum á Valhalla vellinum 16 1/2 - 11 1/2.

,,Eitt af markmiðum mínum var að fara héðan vitandi það að ég hafi gert mitt besta fyrir liðið og ég er meira en ánægður. Ég er stoltur af öllum sem að þessu komu. Allir 24 kylfingarnir gáfu allt sem þeir áttu og okkur vantaði örlítið upp á . Ég er gríðarlega stoltur af þessum strákum."

Faldo segir það ólíklegt að hann muni stjórna liðinu á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert