Sigmundur glímir við Fred Couples

Sigmundur Einar Másson þarf líklega ekki að nota húfuna í …
Sigmundur Einar Másson þarf líklega ekki að nota húfuna í Kaliforníu. mbl.is/Eyþór Árnason

Íslenski kylfingurinn Sigmundur Einar Másson mun hefja leik á 1. Stigi bandaríska úrtökumótsins í golfi í næstu viku en Íslandsmeistarinn í höggleik frá árinu 2006 leikur á San Juan Oaks vellinum í Kaliforníu.

Mótið hefst þann 29. okt. og verða 78 kylfingar á þessum velli og þar verða leiknar 72 holur á fjórum dögum. Keppnisvöllurinn er hannaður af bandaríska kylfingnum Fred Couples en hann sigraði á Mastersmótinu árið 1992 og hann hefur sigrað á 46 atvinnumótum á ferlinum.

Sigmundur komst í gegnum forkeppni fyrir úrtökumótið í haust en það verður hörð keppni um að komast alla leið á PGA –mótaröðina. Á 1. stigi úrtökumótsins keppa um 860 kylfingar og fer keppnin fram á 11 mismunandi völlum víðsvegar um Bandaríkin. Ekki er búið að ákveða hve margir keppendur komast áfram á 2. stigið á hverjum velli en gera má ráð fyrir því að 20 efstu á hverjum velli komist áfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert