Staffan hættir sem landsliðsþjálfari í golfi

Staffan Johansson, til hægri, ásamt Ólafi Má Sigurðssyni.
Staffan Johansson, til hægri, ásamt Ólafi Má Sigurðssyni. mbl.is/seth

 Svíinn Staffan Johansson þjálfari íslenska landsliðsins í golfi mun láta af störfum um áramótin en frá og með 1. janúar tekur hann við starfi sem yfirþjálfari finnska landsliðsins.

Staffan hefur verið við störf hjá Golfsambandi Íslands frá árinu 2000 en áður starfaði hann sem þjálfari hjá sænska golfsambandinu.

Í fréttatilkynningu frá GSÍ segir að þó svo Staffan láti nú af störfum sem landsliðsþjálfari hefur hann samþykkt að veita stjórn GSÍ ráðgjöf varðandi þjálfun atvinnukylfinga okkar. M.a. mun hann aðstoða Birgi Leif við undirbúning fyrir Evrópumótaröðina á árinu 2009.

Þá hefur stjórn GSÍ ákveðið að hefja endurskoðun á afreksstefnu sambandsins og hefur falið landsliðsnefnd að leiða þá vinnu sem unnin verður nú í desember og í byrjun næsta árs. Arnar Már Ólafsson unglingalandsliðsþjálfari mun starfa með nefndinni við þá endurskoðun og hafa yfirumsjón með afreksmálum sambandsins þar til annað verður ákveðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert