Birgir lék á einu höggi undir pari

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. mbl.is

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur lék á einu höggi undir pari á fyrsta keppnisdegi á á Opna suður-afríska meistaramótinu í golfi, eða 71 höggi. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og er Birgir í 53.-73. sæti þessa stundina en keppni er ekki lokið.  

Keppendur eru alls 155 og margir þeirra eru í hópi þekktustu kylfinga heims. Þetta er þriðja mótið á Evrópumótaröðinni hjá Birgi en hann hefur ekki náð að komast í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum sem fram fóru í Ástralíu og Suður-Afríku.

Skorkort Birgis.

Staðan.

Ernie Els frá Suður-Afríku lék á 5 höggum undir pari og landi hans Rory Sabbatini er á 6 höggum undir pari. Sá sem hefur leikið best í dag er Fabrizio Zanotti frá Paragvæ en hann lék á 8 höggum undir pari í dag eða 64 höggum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert