Montgomerie verður fyrirliði Ryderliðs Evrópu

Colin Montgomerie
Colin Montgomerie Reuters

Colin Montgomerie verður næsti fyrirliði Ryderliðs Evrópu í golfi, en liðið mætir Bandaríkjunum á Celtic Manor vellinum í Wales árið 2010.

Hinn 45 ára gamli Skoti hefur átta sinnum leikið í Ryder og var annar tveggja kylfinga sem helst þóttu koma til greina í starfið, hinn var Spánverjinn José Maria Olazabal.

„Ég held ég hafi sjaldan verið stoltari,“ sagði Monty þegar tilkynnt var um valið á honum í dag. „Það fylgir því mikil ábyrgð að taka við liðinu eftir að við töpuðum í síðustu keppni. Það er mikilvægt að við gerum allt sem við getum til að ná í Ryderbikarinn á nýjan leik,“ sagði nýskipaður fyrirliði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert