Golfið sýnt á RÚV í sumar

Undanfarinn áratug eða svo hefur Golfsamband Íslands verið með samning við Stöð2 og Sýn og íslenskt golf nær eingöngu verið sýnt þar. Í sumar verður íslenskt golf hins vegar á RÚV.

„Við erum mjög spenntir fyrir þessari breytingu hjá okkur, að fá golfið í ólæsta dagskrá þannig að enn fleiri geti fengið að njóta íþróttarinnar,“ sagði Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSÍ, á blaðamannafundi í gær þar sem Íslenska mótaröðin í golfi var kynnt, en hún hefst í dag í Leirunni.

Sérstakir hálfrar klukkustundar þættir verða eftir hvert móti á mótaröðinni, sá fyrsti þriðjudaginn 9. júní. Síðan mun RÚV sýna beint frá tveimur síðustu hringjunum á Íslandsmótinu í höggleik sem að þessu sinni verður haldið á Grafarholtsvelli Golfklúbbs Reykjavíkur.

Golfsambandið leggur áherslu á það í sumar að fá fólk til að koma og horfa á okkar bestu kylfinga etja kappi. Eitt af því sem gert verður á mótunum er að hafa dagskrá fyrir áhorfendur, púttkeppni eða eitthvað annað, þannig að fólk geti bæði komið og fylgst með og eins tekið þátt í skemmtilegum leik.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert