Birgir Leifur byrjaði illa í Frakklandi

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. mbl.is

Birgir Leifur Hafþórsson er á meðal keppenda á Saint Omer meistaramótinu í golfi á Evrópumótaröðinnni í golfi sem hófst í dag. Birgir lék illa í dag eða á 76 höggum, 5 höggum yfir pari, og er hann á meðal neðstu manna. Þar sem að opna bandaríska meistaramótið í golfi er á sama tíma þá vantar flesta af sterkustu kylfingum Evrópumótaraðarinnar á þetta mót sem fram fer í Frakklandi.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á mótinu á fréttavef Evrópumótaraðarinnar og skortkort Birgis má sjá hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert