Einar Haukur hélt sínu striki

Björgvin Sigurbergsson varð í öðru sæti í dag.
Björgvin Sigurbergsson varð í öðru sæti í dag. mbl.is/Eyþór Árnason

Einar Haukur Óskarsson, kylfingur úr GOB, sigraði á þriðja móti Íslensku mótaraðarinnar í dag, lék Urriðavöllinn á átta höggum undir pari, en Björgvin Sigurbergsson úr Keili, sem varð annar, lauk leik á fimm höggum undir pari.

Einar Haukur lék fyrri hringinn á sex höggum undir pari og í dag var hann á tveimur höggum undir pari. Björgvin lék fyrri hringinn hins vegar á þremur höggi undir pari  og lauk leik í dag á tveimur höggum undir pari líkt og Einar Haukur.

Haraldur Franklín Magnús úr GR og Andri Þór Björnsson úr GR voru næstir á pari vallarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert