Þau óvæntu tíðindi urðu á Turnberry vellinum í Skotlandi að tekjuhæsti íþróttamaður heims, Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á opna breska meistaramótinu og fær því ekki að leika um helgina.
Tiger lék illa á öðrum hringnum í dag og endaði á 4 höggum yfir pari. Hann lék á 1 yfir pari í gær og er því samtals á 5 yfir pari en yfirgnæfandi líkur eru á því að kylfingarnir þurfi að leika á 4 yfir pari eða betur til þess að komst í gegnum niðurskurðinn.
Það heyrir til stórtíðinda að Tiger komist ekki í gegnum niðurskurðinn á risamóti. Það gerðist síðast á opna bandaríska mótinu árið 1996.
Meistari tveggja síðustu ára, Padraig Harrington var ekki langt frá niðurskurðinum en hann hefur leikið hringina tvo á 3 yfir pari samtals. Reyndar var ekki búist við miklu af Harrington í mótinu þar sem honum hefur gengið illa á golfvellinum í ár.