Íslandsmótið í holukeppni hófst í dag á Kiðjabergsvelli.
Keppni í karlaflokki hófst í dag en konurnar hefja leik á morgun. Leiknar voru tvær umferðir í dag en margir keppendur gáfu
leiki sína í fyrstu umferð. Þeir sem mætast í 16-manna úrslitum eru:
Alfreð Brynjar Kristinsson – Andri Már Óskarsson.
Andri Snær Hákonarson Hlynur Geir Hjartarson.
Sigurvegarar úr þessum leikjum mætast í 8-manna úrslitum.
Andri Þór Björnsson – Steinn Baugur Gunnarsson.
Einar Haukur Óskarsson – Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Sigurvegarar úr þessum leikjum mætast í
8-manna úrslitum.
Björgvin Sigurbergsson – Sigurpáll Geir Sveinsson.
Birgir Guðjónsson – Kristján Þór Einarsson:
Sigurvegarar úr þessum leikjum mætast í
8-manna úrslitum.
Axel Bóasson – Ólafur Hreinn Jóhannesson.
Magnús Lárusson – Arnór Ingi Finnbjörnsson.
Sigurvegarar úr þessum leikjum mætast í
8-manna úrslitum.
Alls voru 63 kylfingar skráðir til leiks í holukeppni karla og úrslit í 64 manna úrslitum voru þessi:
Alfreð Brynjar Kristinsson komst áfram í 32-manna úrslit þar sem að einn
keppenda vantaði í mótið.
Þórður Ingi Jónsson sigraði Sigurð Gunnar Björgvinsson 5/4. Þórður mætti Alfreð
í 32 manna úrslitum og þar hafði Alfreð betur á 19. holu.
Andri Már Óskarsson sigraði Hallstein Traustason á 21. holu og
Nökkvi Gunnarsson sigraði Guðbjart Örn Gunnarson 4/3. Andri sigraði síðan Nökkva 2/1 og á
morgun leikur Andri gegn Alfreð Brynjari í 3. umferð eða 16-manna úrslitum.
Arnar Snær Hákonarson sigraði Magnús Sigurðsson, og Sigursteinn Ingvar
Rúnarsson þurfti ekki að leika gegn Tómasi Sigurðssyni sem gaf leikinn. Arnar Snære sigraði Sigurstein 8/7. Hlynur
Geir Hjartarson þurfti ekki að leika gegn Einari Long sem gaf leikinn og
Kjartan Dór Kjartansson sigraði Kristinn Óskarsson 4/3. Hlynur sigraði síðan
Kjartan í 32-manna úrslitum 6/5. Arnar Snær og Hlynur mætast í 16-manna
úrslitum á morgun.
Gunnar Örn Hreiðarsson gaf leikinn gegn Andra Þór Björnssyni, Haukur Már
Ólafson sigraði Hjalta Atlason 2/1. Andri sigraði síðan Hauk, 5/4. Davíð Búason
tapaði 3/1 gegn Erni Ævari Hjartarsyni, Steinn Baugur Gunnarsson sigraði Rafn
Stefán Rafnsson á 19. holu. Steinn Baugur gerði sér lítið fyrir og vann síðan
Örn Ævar í 32-manna úrslitum 3/2. Andri og Steinn Baugur mætast því í 16-manna
úrslitum á morgun.
Einar Haukur Óskarsson sigraði Hilmar Njálsson 6/5, Axel Ásgeirsson vann Björgvin Sigmundsson 2/1. Einar vann síðan Axel 1/0 og mætir hann Guðmundi Ágústi Kristjánssyni í 16-manna úrslitum. Guðmundur Ágúst sigraði Róbert Björnsson á 20. holu í 64-manna úrslitum. Tryggvi Pétursson tapaði gegn Atla Elíassyni í 64-manna úrslitum á 23. Holu. Atli tapaði síðan gegn Guðmundi Ágústi í 32-manna úrslitum.
Björgvin Sigurbergsson sigraði Kára Hinriksson 6/5. Hannes Eyvindsson vann Willy Blumenstein 5/3. Björgvin sigraði síðan Hannes 5/4. Sigurpáll Geir Sveinsson og Björgvin mætast í 16-manna úrslitum. Sigurpáll sigraði Björn Kristinsson 6/5 og Theodor Emil Karlsson 4/2 í næstu umferð. Theodor kom á óvart í 1. Umferð þegar hann lagði Ottó Sigurðsson 5/3.
Birgir Guðmundsson vann Hjörleif Bergsteinsson 1/0. Arnar Sigurbjörnsson vann Rúnar Arnórsson 5/4. Gunnar Þór Jóhannsson tapaði gegn Kristjáni Þór Einarssyni 5/4 og Kristján sigraði Rúnar Óla Einarsson í 32-manna úrslitum á 21. Holu. Rúnar Óli hafði lagt Ólaf Þór Ágústsson í fyrstu umferð 6/5.
Axel Bóasson vann Hólmar Waage í fyrstu umferð en Hólmar gaf leikinn, Ingi Rúnar Gíslason tapaði 6/5 gegn Axel í næstu umferð en Ingi hafði áður sigrað Jón Hilmar Kristjánsson 1/0. Ólafur Hreinn Jóhannesson mætir Axel í 16-manna úrslitum en hann vann Hlyn Þór Stefánsson í 32-manna úrslitum 4/2. Hlynur vann Davíð Gunnlaugsson 5/4 í fyrstu umferð.
Magnús Lárusson vann Jóhannes Kolbeinsson 9/7 í fyrstu umferð og Magnús vann síðan Jón Guðmundsson í 32-manna úrslitum. Jón hafði áður unnið Valgeir Tómasson sem gaf leikinn. Arnór Ingi Finnbjörnsson vann Philip Hunter 5/4 í fyrstu umferð og Arnór vann síðan Starkað Sigurðsson. Starkaður hafði unnið Gest Gunnarsson 5/3 í fyrstu umferð. Magnús Lárusson og Arnór mætast því í 16-manna úrslitum.