Tiger Woods slasast í árekstri

Tiger Woods mundar golfkylfuna.
Tiger Woods mundar golfkylfuna. Reuters

Golfsnillingurinn Tiger Woods var aðfaranótt föstudags fluttur á spítala í Flórída eftir að hafa slasast í bílslysi, að sögn AFP-fréttastofunnar. Haft var eftir lögreglunni að Woods hefði bakkað á brunahana við innkeyrsluna heima hjá sér og bíll hans síðan hafnað á tré.

 Misvísandi fréttir hafa borist af því hve alvarleg meiðslin séu. Er í einni fréttinni sagt að Woods hafi þegar fengið að fara heim af spítalanum en í öðrum að hann sé þungt haldinn.

Woods er talinn einn allra besti kylfingur heims og hefur unnið 14 stóra titla. Á BBC segir að öllum í golfheiminum sé mjög brugðið við tíðindin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert