Kona Tigers notaði golfkylfu til að hjálpa honum

Tiger Woods hefur þegar unnið fjórtán stóra titla á ferlinum.
Tiger Woods hefur þegar unnið fjórtán stóra titla á ferlinum. Reuters

Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods, besti kylfingur heims, var í gær fluttur á sjúkrahús eftir bílslys fyrir utan heimili sitt eins og fram hefur komið. Að sögn lögreglu var það kona Woods, hin sænska Elin Nordegren, sem kom fyrst að honum eftir slysið og hún gerði sitt besta til að hlúa að Woods áður en sjúkrabíllinn kom.

Nordegren beið nefnilega ekki boðanna heldur notaði golfkylfu til þess að brjóta bakrúðu bílsins í mél og komast þannig til Woods. Þegar lögreglu og sjúkrabíl bar að var sú sænska svo búin að koma Woods út úr bílnum og leggja á jörðina þar sem hún hlúði að honum. Þetta fullyrti lögreglustjórinn Daniel Saylor í samtali við AP fréttastofuna.

Eins og greint hefur verið frá eru meiðsli Woods ekki alvarleg og hefur hann þegar verið útskrifaður af sjúkrahúsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert