Ritstjórar íþróttafrétta í Bandaríkjunum hafa valið kylfinginn Tiger Woods íþróttamann áratugarins, nokkrum dögum eftir að hann tilkynnti um að hann ætlaði að taka sér frí frá íþróttinni til að bjarga hjónabandinu. Woods hlaut 56 atkvæði af 142 mögulegum. Hjólreiðakappinn Lars Armstrong varð annar með 33 og tenniskappinn Roger Federer varð þriðji með 25 atkvæði.
Tiger, sem á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir eftir að hann viðurkenndi að hafa verið konu sinni ótrúr, hefur unnið 64 mót frá árinu 2000, þar af 12 risamót. Hann er 14 mótum frá því að jafna goðsögnina Jack Nicklaus en óvíst er nú hvað verður um feril þessa frábæra íþróttamanns en sumir telja að hann ekki afturkvæmt í íþróttina.