Tiger Woods kylfingur ársins

Tiger Woods.
Tiger Woods. Reuters

Bandaríska atvinnukylfingasambandið, PGA, útnefndi í kvöld Tiger Woods kylfing ársins í 10. skiptið á undanförnum 13 árum. Það eru leikmenn, sem greiða atkvæði um kylfing ársins en sambandið neitaði að gefa upp niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar, sem fór fram á undanförnum mánuði.

Woods tilkynnti í síðustu viku að hann ætlaði að taka sér ótímabundið hlé frá keppni vegna erfiðleika í einkalífinu.  

Woods vann allar helstu viðurkenningar PGA á árinu í áttunda skipti á ferlinum. Hann fékk Byron Nelson viðurkenninguna fyrir lægsta meðalskorið, Arnold Palmer viðurkenninguna fyrir hæsta verðlaunaféð og    Jack Nicklaus viðurkenninguna fyrir að vera valinn kylfingur ársins. Hann vann hins vegar ekkert alþjóðlegt stórmót á árinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert