Woods greiðir háa fjárhæð til hjálparstarfs á Haítí

Tiger Woods.
Tiger Woods. Reuters

Samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins New York Daily News hefur bandaríski kylfingurinn Tiger Woods samþykkt borga um 380 milljónir kr. í söfnun vegna hjálparstarfs á Haítí.

Það er söngvarinn  Wyclef Jean sem stendur að þessari söfnun ásamt tónlistarmanninum Russel Simmons. Hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong mun greiða um 30 milljónir kr. í þessa söfnun en ætlunin er að flytja um 50 lækna til Haíti og reisa bráðabirgða sjúkrahús fyrir það fé sem safnast. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert