Tiger, Els og Mickelson í baráttunni um sigur

Dustin Johnson. Forystusauður á opna bandaríska mótinu.
Dustin Johnson. Forystusauður á opna bandaríska mótinu. Reuters

Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson hefur þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Pebble Beach vellinum í Kaliforníu. Helstu tíðindin eru þó þau að Tiger Woods, Ernie Els og Phil Mickelson eiga allir möguleika á sigri.

Johnson kann vel við sig á Pebble Beach og hann lék á 66 höggum í gær, rétt eins og Tiger Woods. Eru þetta bestu hringirnir í mótinu ásamt öðrum hringnum hjá Phil Mickelson. Johnson er á sex undir pari.

Graeme McDowell tapaði forystunni en er á þremur undir pari samtals.

Tiger Woods er á einu undir pari eftir frábæran hring í gær. Næstir koma Ernie Els og Gregory Havret á parinu.

Phil Mickelson er svo á einu höggi yfir pari en hann náði sér ekki alveg á strik í gær og lék á 73 höggum.

Draga mun til tíðinda í nótt en tímamismunur á Íslandi og Kaliforníu er átta tímar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert