McDowell vann Opna bandaríska

Graeme McDowell með bikarinn í mótslok.
Graeme McDowell með bikarinn í mótslok. Reuters

Graeme McDowell sigraði nokkuð óvænt á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem lauk á Pebble Beach í Kaliforníu í nótt. Hann endaði einu höggi á undan Gregory Havret frá Frakklandi, lék á 284 höggum gegn 285 hjá Frakkanum.

Hinn gamalreyndi Ernie Els frá Suður-Afríku sem virtist lengi vel sigurstranglegur, endaði í þriðja sætinu á 286 höggum. Þeir Tiger Woods og Phil Mickelsen sem einnig gerðu sig líklega, náðu sér ekki á strik á lokahringnum og urðu jafnir í 4.-5. sætinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert