„Náttúrulega ótrúlegt að þetta skuli gerast“

Björgvin Þorsteinsson kylfingur.
Björgvin Þorsteinsson kylfingur. mbl.is/Arnaldur

Björgvin Þorsteinsson, sexfaldur Íslandsmeistari úr GA, er enn við sama heygarðshornið. Á föstudaginn bárust af því fréttir að Björgvin hefði farið holu í höggi á Jaðarsvelli á Akureyri. Var það í níunda skiptið á ferlinum sem Björgvini tekst það sem er ótrúlegt afrek. Björgvin lét ekki þar við sitja og hélt aftur út á Jaðarsvöll á laugardaginn. Hið ótrúlega gerðist, hann fór aftur holu í höggi. Annan daginn í röð, og í tíunda skiptið á ferlinum.

Þegar Morgunblaðið náði tali af kappanum í gær var hann að sjálfsögðu staddur á Jaðarsvelli, kannski í þeirri von að ná draumahögginu þriðja daginn í röð?

„Já, það verður að gera það. Ekki þýðir að gefast upp,“ sagði Björgvin léttur og sagðist ekki vita hvort skynsamlegt væri að ljóstra upp leyndarmálinu á bak við slíkt afrek.

„Það er náttúrlega ótrúlegt að þetta skuli gerast,“ sagði Björgvin og var spurður að því hvort tilfinningin væri orðin hversdagsleg þegar farið væri holu í höggi í tíunda sinn. „Ég sagði í fyrradag að þetta væri orðið árlegt eins og afmælisdagurinn en svo er þetta orðið daglegt,“ sagði Björgvin sem verður í eldlínunni á Íslandsmótinu um næsti helgi. kris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert