Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er tekjuhæsti íþróttamaður heims, sjöunda árið í röð. Samkvæmt samantekt bandaríska íþróttatímaritsins Sports Illustrated lækkuðu tekjur Woods um 10% á einu ári en hann var með um 11 milljarðr kr. í tekjur á árinu 2009. Á síðustu tveimur árum hafa tekjur hans lækkað um 40% en hann fékk um 16 milljarða kr. í tekjur á árinu 2008.
Woods „önglaði" saman um
2,5 milljörðum kr. með árangri sínum á atvinnumótum en hann fékk um 8,7
milljarða kr. frá samstarfsaðilum sínum.
Tenniskappinn Roger Federer frá Sviss er annar á þessum lista með 7,7
milljarða kr. í tekjur. Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson er í þriðja sæti
með 7,6 milljarða kr.
1. Tiger Woods - Golf, 11.2 milljarðar kr.
2. Roger Federer- Tennis, 7.7 milljarðar kr.
3. Phil Mickelson - Golf, 7.65 milljarðar kr.
4. Floyd Mayweather Jr. - Hnefaleikar, 7.5 milljarðar kr.
5. LeBron James - Körfubolti, 5.7 milljarðar kr.
6. Lionel Messi - Knattspyrna, 5.5 milljarðar kr.
7. David Beckham - Knattspyrna, 5 milljarðar kr.
8. Cristiano Ronaldo - Knattspyrna, 4.9 milljarðar kr.
9. Manny Pacquiao - Hnefaleikar, 4.7 milljarðar kr.
T10. Alex Rodriguez - Hafnarbolti, 4.6 milljarðar kr.
T10. Ichiro Suzuki - Hafnarbolti, 4.6 milljarðar kr.