Íslenska sveitin er í öðru sæti á fyrsta degi af þremur í undankeppni fyrir EM piltalandsliða í golfi í Eistlandi.
Rúnar Arnórsson lék best Íslendinganna á 71 höggi eða höggi undir pari. Páll Theodórsson átti næst besta hringinn á 76 höggum, Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék á 77, Hallgrímur Júlíusson á 79 og Magnús Björn Sigurðsson á 86. Guðni Fannar Carrico á eftir að ljúka leik en honum gengur ekki vel.
Svíar eru langefstir en í þriðja sæti eru Pólverjar.