Hola í höggi í súmó-grímubúningi, myndband

Norski kylfingurinn sem fór holu í höggi í súmógrímubúning.
Norski kylfingurinn sem fór holu í höggi í súmógrímubúning. mbl.is

Samkvæmt útreikningum bandaríska golftímaritsins Golf Digest eru líkurnar á því að „venjulegur“ kylfingur fari holu í höggi um 1 á móti 13.000. Það er hinsvegar óljóst hvaða líkur eru á því að norskur kylfingur með 15 í forgjöf í „súmó“ grímubúningi slái draumahöggið. Það hefur samt sem áður gerst.  

Norska dagblaðið Verdens Gang greinir frá slíkri sögu í dag þar sem að 12 manna vinahópur lék saman á árlegu „grímubúningagolfmóti“ í Trysil og þar sló 37 ára gamall Norðmaður draumahöggið í „súmó“ grímubúningi.

Atvikið náðist á myndband.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert