Clarke gerir ekki mistök

Dustin Johnson fékk skramba á 14. braut.
Dustin Johnson fékk skramba á 14. braut. Reuters

Darren Clarke spilar að miklu öryggi á síðasta hring Opna meistaramótsins í golfi á Bretlandi og eitthvað mikið þarf að gerast á loka holunum til að hann sigri ekki.

Eftir hina löngu 14. holu, þar sem hann fékk par, var hann á sjö höggum undir pari í heildina en Dustin Johnson, sem lék með honum í ráshóp, sló annað höggið útaf vellinum og lauk leik á sjö höggum og var því kominn á þrjú högg undir pari og munurinn því fjögur högg þegar fjórar brautir eru eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert