„Ætla að gera enn betur“

Ólafur Björn Loftsson á Sedgefield-vellinum.
Ólafur Björn Loftsson á Sedgefield-vellinum. Ljósmynd/Víkurfréttir

„Þetta gekk alveg rosalega vel í dag og var bara ótrúlega skemmtilegt. Ég átti reyndar erfiða byrjun á fyrstu holu en eftir það náði ég að hitta flestallar brautirnar og koma mér í færi á að ná fugli á mörgum holum. Það var mikið sjálfstraust í leiknum hjá mér og mér leið bara ágætlega í kringum þessa gaura,“ sagði Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, sem stóð sig frábærlega í gær á fyrsta degi Wyndham-mótsins á Sedgefield-vellinum í Greensboro í Bandaríkjunum.

Ólafur Björn er í 40.-66. sæti eftir gærdaginn og með menn á borð við John Daly og Padraig Harrington fyrir neðan sig. Hann hefur leik að nýju kl. 17:50 í dag.

Ólafur Björn er fyrsti Íslendingurinn til að keppa á PGA-móti og þrátt fyrir að hafa fengið skramba á fyrstu holu náði hann að leika samtals á tveimur höggum undir pari. Efstu menn eru á 7 höggum undir pari.

„Ég var að sjálfsögðu svolítið stressaður en tíunda holan, sú sem ég byrjaði á, er líka erfið hola. Holur 10-14 eru að mínu mati erfiðustu holur vallarins þannig að ég byrjaði ekki á auðveldasta stað, og það var gott að vera á pari eftir þær,“ sagði Ólafur Björn sem fékk fugl á 13., 14., 16. og loks 5. holu. Hann púttaði meðal annars fyrir erni á 15. holu og átti góðan séns á fleiri fuglum.

Lengra viðtal við Ólaf Björn er í Mogganum í dag


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert