Tiger upp í sjötta sætið á heimslistanum

Tiger Woods mundar kylfuna í gær.
Tiger Woods mundar kylfuna í gær. AFP

Tiger Woods tók risastökk á heimslistanum í golfi sem gefinn var út í morgun en Tiger tókst að í gærkvöld að vinna sitt fyrsta mót í 30 mánuði þegar hann bar sigur úr býtum á Arnold Palmer PGA-mótinu sem haldið var í Flórída.

Tiger er kominn upp í sjötta sæti á heimslistanum en síðast var hann í efsta sæti í október 2010. Eftir það lá leiðin niður á við hjá Tiger og á tímabili var hann ekki á meðal 50 efstu manna en þessi frábæri kylfingur virðist nú vera að ná vopnum sínum á ný eftir mikla erfiðleika í einkalífinu.

Englendingurinn Luke Donald er sem fyrr í efsta sæti, Rory McIlroy er annar og Lee Westwood er þriðji.

Staða tíu efsta manna eru þessi:

1. Luke Donald (Englandi) 9.87

2. Rory McIlroy (N-Írlandi) 9.72

3. Lee Westwood (Englandi) 8.02

4. Martin Kaymer (Þýskalandi) 5.76

5. Steve Stricker (Bandaríkjunum) 5.71

6. Tiger Woods (Bandaríkjunum) 5.60

7. Charl Schwartzel (S-Afríku) 5.17

8. Justin Rose (Englandi) 5.13

9. Webb Simpson (Bandaríkjunum) 5.10

10. Adam Scott (Ástralíu) 4.96

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert