Skagfirðingurinn Axel Kárason hefur fengið talsvert lof í Danmörku fyrir leik sinn í dönsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik á nýafstöðnu keppnistímabili.
Á dögunum var hann valinn Bosman-leikmaður ársins á hinum kunna körfuboltanetmiðli Eurobasket.com. Er þar átt við besta erlenda leikmanninn að frátöldum bandarískum leikmönnum sem jafnan eru mjög áberandi.
Lið Axels, Verlöse, komst í úrslitakeppnina en féll úr keppni í átta liða úrslitum. Axel skoraði 11,4 stig að meðaltali og tók 6,8 fráköst. Netmiðillinn Karfan.is greindi fá.
Axel lék hérlendis lengst af með Tindastóli en einnig með Skallagrími um tíma. kris@mbl.is