Svekktar Keiliskonur gengu á dyr

Signý Arnórsdóttir aðstoðaði Þórdísi og það kostaði GK sigurinn.
Signý Arnórsdóttir aðstoðaði Þórdísi og það kostaði GK sigurinn. mbl.is/Frosti

Stúlkurnar í keppnisliði Golfklúbbsins Keilis í voru afar reiðar og svekktar við verðlaunafhendingu Íslandsmótsins í sveitakeppni í gær en Keilisstúlkur yfirgáfu svæðið eftir að fá silfurverðlaun sín afhent.

Mikil dramatík var í kringum úrslitaleik GK og GKG á Hólmsvelli Golfklúbbs Suðurnesja í gær en GK hélt sig hafa unnið leikinn þegar Þórdís Geirsdóttir lagði Særósu Evu Óskarsdóttur á 22. holu í spennuþrunginni oddaviðureign.

Þórdís hafði aftur á móti spurt samherja sinn, Signýju Arnórsdóttur, ráða á 22. holunni og það sama gerði hún á 2. braut, að því fram kemur á kylfingur.is. Slíkt er reglubrot og var úrskurður dómara holutap á GK sem færði GKG Íslandsmeistaratitilinn í sveitakeppni á silfurfati.

Við þetta voru Keilisstúlkur ekki sáttar og yfirgáfu þær golfskálann við Hólmsvöll þegar veita átti GKG Íslandsmeistaratitilinn.

Kylfingur.is fékk svo sendar myndir þar sem einn silfurverðlaunapeningur Keiliskvenna liggur á miðjum þjóðveginum, skammt frá Hólmsvelli. Myndir af því má sjá hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert