Ólafía reynir við Evrópumótaröðina

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Íslandsmeistarinn í golfi, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, er nú stödd í Marokkó þar sem hún mun keppa á fyrsta stigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina: LET. 

Ólafía mun hefja leik á morgun en fimmtíu kylfingar berjast um tuttugu sæti. Frá þessu er greint á netmiðlinum Kylfingur.is en þar kemur einnig fram að Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni muni einnig keppa á 1. stiginu síðar í vetur. 

Tvö stig eru á úrtökumótunum hjá konunum en ekki þrjú eins og hjá körlunum. Lokamótið fer fram í desember.

Ólöf María Jónsdóttir úr Keili er eina íslenska konan sem unnið hefur sér þáttökurétt á Evrópumótaröðinni og var hún raunar fyrst Íslendinga til þess að afreka það. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert