Hef ekkert að hlakka til

Tiger Woods
Tiger Woods AFP

Tiger Woods heldur áfram að falla niður heimslistann í golfi og er í 400. sæti á nýjasta listanum. Tiger hefur ekki leikið á móti síðan í ágúst vegna meiðsla, og ekki enn sveiflað kylfu eftir að hann gekkst undir aðgerð á baki í október.

Hann veit ekkert um það hvenær hann mun spila að nýju:

„Ég hef engin svör varðandi það, ekki heldur læknirinn minn. Það er engin tímaáætlun í gangi, og það er verst. Það er í raun ekkert sem ég get hlakkað til, eða byggt á til framtíðar,“ sagði Tiger við fjölmiðla. Hann getur þó huggað sig við að hafa þegar unnið 14 risamót á ferlinum:

„Ég hef afrekað margt á 20 ára ferli. Ef ég afreka ekki meira þá stóð ég mig samt ágætlega. En vonandi get ég keppt aftur við þessa stráka um titlana. Ég sakna þess mjög.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert