Tiger missti niður flugið

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Tiger Woods lék þriðja hring­inn á boðsmóti sínu á Bahama­eyj­um, Hero World Chal­lenge, á 70 högg­um eða tveim­ur högg­um und­ir pari.

Tiger byrjaði mjög vel á þriðja hringn­um og fékk fjóra fugla á fimm fyrstu hol­un­um en hann fékk skolla á hol­um 13 og 14 og endaði hring­inn með því að fá tvö­fald­an skolla en ann­an hring­inn lék hann á sex högg­um und­ir pari og sýndi þar gam­al­kunna takta.

Tiger er í 10. sæt­inu á átta högg­um und­ir pari en Jap­an­inn Hi­deki Matsuyama er í for­ystu, 19 högg­um und­ir pari.

Tiger Woods, sem er fer­tug­ur, var lengi efst­ur á heimslist­an­um en kepp­ir nú í fyrsta sinn síðan í ág­úst 2015, í kjöl­farið á tveim­ur aðgerðum á baki, og er sem stend­ur í 898. sæti á heimslist­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert