Tiger Woods lék þriðja hringinn á boðsmóti sínu á Bahamaeyjum, Hero World Challenge, á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari.
Tiger byrjaði mjög vel á þriðja hringnum og fékk fjóra fugla á fimm fyrstu holunum en hann fékk skolla á holum 13 og 14 og endaði hringinn með því að fá tvöfaldan skolla en annan hringinn lék hann á sex höggum undir pari og sýndi þar gamalkunna takta.
Tiger er í 10. sætinu á átta höggum undir pari en Japaninn Hideki Matsuyama er í forystu, 19 höggum undir pari.
Tiger Woods, sem er fertugur, var lengi efstur á heimslistanum en keppir nú í fyrsta sinn síðan í ágúst 2015, í kjölfarið á tveimur aðgerðum á baki, og er sem stendur í 898. sæti á heimslistanum.