Stefnt að einföldun á golfreglum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Til­lög­ur að reglu­breyt­ing­um hafa verið lagðar fram hjá R&A í Skotlandi og USGA í Banda­ríkj­un­um. Stefnt er að því að breyt­ing­arn­ar taki gildi í árs­byrj­un 2019.

Marg­ar áhuga­verðar til­lög­ur eru að finna á þess­um lista -og flest­ar miða að því að ein­falda hlut­ina fyr­ir kylf­inga. Þetta kem­ur fram á golf.is

Helstu hug­mynd­ir um breyt­ing­ar eru eft­ir­far­andi: 

  • Bolti hreyf­ist við leit. Ef bolti hreyf­ist við leit að hon­um er það víta­laust og bolt­inn er lagður aft­ur á fyrri stað. Ef sá staður er ekki þekkt­ur er bolt­inn lagður á áætlaðan stað.
  • Bolti hreyf­ist á flöt. Ef leikmaður veld­ur því af slysni að bolti hreyf­ist á flöt er það víta­laust og bolt­inn er lagður aft­ur á fyrri stað. Þessi regla hef­ur þegar verið inn­leidd á þann hátt að klúbb­ar og móts­stjórn­ir geta sett staðarreglu í þessa veru.
  • Viðmið við ákvörðun um ástæðu þess að bolti hreyfðist. Í nú­ver­andi regl­um telst leikmaður hafa valdið hreyf­ingu bolta ef meiri lík­ur en minni eru á að hann hafi valdið hreyf­ing­unni. Lagt er til að leikmaður telj­ist hafa valdið hreyf­ing­unni er það er vitað eða nán­ast ör­uggt að hann hafi valdið hreyf­ing­unni (a.m.k. 95% vissa).
  • Bolti óvart sveigður úr leið. Ef bolti lend­ir óvart í leik­mann­in­um, út­búnaði hans, kylfu­bera, ein­hverj­um sem gæt­ir flaggstang­ar­inn­ar fyr­ir leik­mann­inn eða í flagg­stöng­inni er það víta­laust.
  • Bolti lát­inn falla. Ekki þarf leng­ur að láta bolt­ann falla úr axl­ar­hæð, eina skil­yrðið er að bolt­an­um sé haldið á lofti og að hann snerti ekki gras eða ann­an gróður þegar hann er lát­inn falla.
  • Af­mörk­un svæðis þar sem láta á bolta falla. Í stað einn­ar eða tveggja kylfu­lengda er miðað við 20 og 80 tomm­ur.
  • Leit­ar­tími. Leit­ar­tími stytt­ist úr 5 mín­út­um í 3 mín­út­ur.
  • Sokk­inn bolti. Lausn er veitt frá sokkn­um bolta hvar sem er nema í sandi.
  • Skipt um bolta. Skipta má um bolta hvenær sem tekið er víti eða frí­lausn, t.d. frá óhreyf­an­leg­um hindr­un­um.
  • Púttað í flagg­stöng­ina. Það er víta­laust þótt púttað sé af flöt­inni og bolt­inn hitt­ir flagg­stöng­ina í hol­unni.
  • Skemmd­ir á flöt­um. Í stað þess að ein­ung­is megi lag­færa bolta­för og gamla holutappa á flöt­um má lag­færa svo til all­ar skemmd­ir, s.s. takk­för.
  • Að snerta pútt­lín­una. Það er víta­laust þótt leikmaður snerti pútt­lín­una, svo framar­lega sem það bæti ekki aðstæður fyr­ir næsta högg.
  • Bolti hreyf­ist eft­ir að hon­um hef­ur verið lyft og hann lagður aft­ur. Ef bolti hreyf­ist eft­ir að lega hans hef­ur verið merkt, hon­um lyft og hann lagður aft­ur á alltaf að leggja hann aft­ur á fyrri stað, jafn­vel þótt hann hafi fokið.
  • Kylfu­beri merk­ir og lyft­ir bolta á flöt. Ekki er leng­ur víti þótt kylfu­beri merk­ir og lyft­ir bolta leik­manns­ins á flöt, án sér­stakra fyr­ir­mæla leik­manns­ins.
  • Víta­svæði. Móts­stjórn­ir mega merkja hvaða svæði sem er sem “víta­svæði” með gul­um eða rauðum stik­um, svo sem skóg, hraun o.s.frv.
  • Lausn “hinum meg­in” í rauðmerkt­um svæðum. Ekki er leng­ur leyft að taka víti “hinum meg­in” við tor­fær­una í rauðmerkt­um svæðum, nema móts­stjórn setji staðarreglu í þá veru.
  • Tak­mark­an­ir í “víta­svæðum”. Ekki er leng­ur bannað að snerta eða hreyfa lausung í “víta­svæðum”, s.s. vatns­tor­fær­um.
  • Tak­mark­an­ir í glomp­um. Ekki er leng­ur bannað að snerta eða hreyfa lausung í glomp­um.
  • Sand­ur snert­ur í „glompu“. Minni tak­mark­an­ir eru á því að hreyfa við sandi í „glompu“ þegar bolt­inn er í glomp­unni.
  • Bolti dæmd­ur óslá­an­leg­ur í „glompu“. Ný regla leyf­ir leik­manni að taka víti upp úr „glompu“, gegn tveim­ur víta­högg­um.
  • Skemmd­ar kylf­ur. Nota má kylf­ur sem hafa skemmst við leik, hvernig svo sem þær skemmd­ust.
  • Fjar­lægðarmæl­ar. Ekki þarf leng­ur að setja staðarreglu til að leyfa notk­un fjar­lægðarmæla. Móts­stjórn get­ur á hinn bóg­inn bannað notk­un fjar­lægðarmæla, með staðarreglu.
  • Nýtt leik­form. Kynnt er nýtt leik­form, „há­marks­skor“ þar sem sett er há­marks­skor á holu og leik­menn hætta leik á holu þegar því há­marki er náð.

    Hörður Geirs­son tók sam­an

mbl.is

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert