Spánverjinn með íslenska nafnið, Jon Rahm, stal senunni á þriðja hringnum á Players Championship á PGA-mótaröðinni í golfi. Lék hann TPC Sawgrass á aðeins 64 höggum og hefur forystu fyrir lokadaginn en þekkt nöfn narta í hæla hans.
Rahm er samtals á 15 undir pari vallarins eftir að hafa leikið á 69, 68 og 64 höggum. Með honum í síðasta ráshópi verður Englendingurinn Tommy Fleetwood sem er höggi á eftir eins og Norður-Írinn Rory Mc Ilroy sem báðir eru á 14 undir pari.
Fleetwood og McIlroy voru í síðasta ráshópi á þriðja keppnisdegi og voru á 12 undir pari þegar hringurinn hófst. Léku þeir sem sagt á 70 eða tveimur undir pari.
Eins og það sé ekki nóg fyrir Rahm að vera með þessa snjöllu Breta höggi á eftir þá er Ástralínnn Jason Day á samtals á 12 höggum undir pari en hann lék þriðja hringinn á 68 höggum.
Efsti kylfingur heimslistans Dustin Johnson er á 10 undir pari samtals.