Nú þegar sumarið er komið samkvæmt dagatali fara hinir fjölmörgu kylfingar landsins að velta fyrir sér hvenær golfvellirnir opna.
Hátt í þrjátíu þúsund Íslendingar stunda golfíþróttina að einhverju leyti og hátt í tuttugu þúsund eru skráðir í golfklúbba landsins.
Á golf.is, heimasíðu Golfsambands Íslands, er veitt flott þjónusta þessa dagana, eins og raunar síðustu ár, þar sem hægt er að sjá yfirlit yfir hvaða vellir eru opnir. Einnig er hægt að sjá hvenær klúbbarnir stefna að því að opna sína velli.
Nokkrir golfvellir hafa þegar opnað inn á sumarflatir eftir mildan vetur.
Eru þessar upplýsingar uppfærðar reglulega hér og því auðvelt að fylgjast með framvindunni.