Fremsti kylfingur heims handtekinn

Scottie Scheffler á mótaröðinni.
Scottie Scheffler á mótaröðinni. AFP/Christian Petersen

Fremsti kylfingur heims, Scottie Scheffler, var handtekinn nálægt Valhalla-vellinum í Kentucky í Bandaríkjunum fyrir annan mótsdag PGA-meistaramótsins. 

Hann var handtekinn fyrir að reyna að keyra fram hjá slysstaðnum þar sem banaslys átti sér stað í morgun, þegar ekið var á hjólreiðamann.

Þegar Scheffler nam staðar kom lögreglumaður aðvífandi og kippti honum út úr bílnum. Var honum síðan ýtt upp að bifreiðinni og handjárnum skellt á hann. 

Sheffler er númer eitt á heimslistanum og vann sitt annað stórmót á ferlinum í apríl. Eignaðist hann barn í síðustu viku ásamt konu sinni Meredith. 

Bað blaðamann um hjálp

Blaðamaður ESPN Jeff Darlinton var viðstaddur er atvikið átti sér stað. 

Segir hann frá því að Scheffler hafi beðið sig um hjálp en að lögreglumaðurinn hafi beðið sig um að víkja frá. 

„Þú verður að fara burt. Það er ekkert sem þú getur gert, Scheffler er á leið í fangelsi,“ sagði lögreglumaðurinn samkvæmt blaðamanninum. 

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert