Alfreð: „Við vorum alveg skelfilega lélegir“

Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. Sverrir Vilhelmsson

„Við vorum alveg skelfilega lélegir í síðari hálfleik og ég hef aldrei séð liðið sýna eins litla baráttu í vörninni frá því ég tók við þjálfun liðsins. Fyrri hálfleikurinn var allt í lagi en sá síðari algjör hörmung,“ sagði Alfreð Gíslason þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik við fréttavef mbl.is eftir 12 marka tap íslenska liðsins fyrir Norðmönnum á æfingamóti í Danmörku í dag.

Staðan var 16:13 fyrir Norðmenn í hálfleik en þegar uppi var staðið skoruðu Norðmenn 34 mörk gegn 22 mörkum Íslands. „Þetta var vissulega æfingaleikur en ég tek að sjálfsögðu á mig ábyrgð á hve stórt við töpuðum. Það fengu allir leikmenn liðsins að spila nokkuð mikið. Hinsvegar var sóknarleikurinn í síðari hálfleik alveg ömurlegur og við skoruðum ekki mark utan af velli,“ bætti Alfreð við en nánar verður rætt við hann í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert