Formaður handknattleiksdeildar ÍBV í tveggja leikja bann

Hlynur Sigmarsson.
Hlynur Sigmarsson.

Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, fær tveggja leikja bann en hann fékk útilokun í leik meistaraflokks kvenna ÍBV gegn Stjörnunni þann 20. janúar. Auk þess fékk ÍBV-íþróttafélag 50 þúsund króna sekt. Hlynur var á leikskýrslu sem starfsmaður og var vísað af velli af dómara. Er niðurstaða aganefndar HSÍ að úrskurða hann í tveggja leikja bann.

Í úrskurðinum segir að Hlynur hafi ítrekað neitað að færa sig í áhorfendastæði. Varð af því fimm mínútna töf vegna hegðunar hans og lítillar aðstoðar starfsmanna ÍBV. Tekið er fram að þetta teljist sérlega ámælist vert þar sem um sé að ræða formann handknattleiksdeildar ÍBV og að sambærilegt atvik hafi átt sér stað á síðasta ári. Niðurstaða aganefndar er að ÍBV sé sektað um 50 þúsund vegna atviksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert