Mæta Íslendingar Svíum öðru sinni í umspili?

Á morgun kemur í ljós hverjir verða mótherjar íslenska landsliðsins í handknattleik í umspili um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem haldin verður í Noregi á næsta ári. Smá möguleiki er á að Íslendingar mæti Svíum í umspilinu en eins og frægt er slógu Íslendingar Svíana út í leikjum um sæti á HM síðastliðið sumar.

16 þjóðir taka þátt í úrslitakeppni EM og hafa sjö þjóðir tryggt sér þátttökuréttinn. Norðmenn, sem gestgjafar, Evrópumeistarar Frakka og þær þjóðir sem urðu í sætum tvö til sex á Evrópumótinu í Sviss á síðasta ári, Spánverjar, Danir, Króatar, Þjóðverjar og Rússar.

Átján þjóðir keppa um hin níu sætin og hefur þeim verið skipt niður í þrjá styrkleikaflokka í drættinum.

Í 1. styrkleikaflokki verða: Ísland, Tékkland, Ungverjaland, Pólland, Slóvenía og Úkraína, sem öll taka þátt í HM í Þýskalandi.

Í 2. styrkleikaflokki verða: H-Rússland, Svartfjallaland, Portúgal, Rúmenía, Serbía, Sviss og Svíþjóð.

Í 3. styrkleikaflokki verða: Lettland, Litháen, Makedónía, Holland og Slóvakía.

Drátturinn um hvaða lið mætast í umspili verður með því sniði að lið úr 1. styrkleikaflokki dragast á móti liðunum í 3. styrkleikaflokki. Ein þjóð stendur eftir úr 1. styrkleikaflokki og mætir hún liði úr 2. styrkleikaflokki.

Leikirnir í umspilinu fara fram 9./10. og 16./17. júní og tryggja sigurliðin sé farseðilinn á EM sem haldið verður í Noregi 17.–27. janúar 2008.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert