Þýski handknattleiksmaðurinn Christian Zeitz, hjá Kiel, hefndi sína á Loga Geirssyni þegar þeir mættust í viðureign Lemgo og Kiel í 8 liða úrslitum þýsku bikarkeppnninnar í fyrrakvöld. Zeitz stóðst þá ekki mátið og felldi Loga harkalega eftir að Loga hafði tekist að leika framhjá honum og komast í upplagt marktækifæri.
Greinilegt er að Zeitz hefur ekki gleymt því þegar Logi kastaði knettinum óvart í höfuð Zeitz beint úr aukakasti í lok fyrri hálfleiks í viðureign Þýskalands og Íslands í Westfalen-íþróttahöllinni í Dortmund í viðureign þjóðanna á heimsmeistaramótinu í handknattleik fyrir skömmu. Zeitz lá þá lengi eftir og hlaut mikla samúð á meðal hinn 12.000 þýsku áhorfenda en stóð síðan upp sprækur og hress skömmu síðar og lék allan síðari hálfleikinn. Áhorfendum bauluðu hins vegar á Loga í hvert sinn sem hann fékk boltann í hendurnar það sem eftir lifði leiks. Héldu þeir þeim leik áfram í öllum þeim leikjum sem Logi tók þátt í með íslenska landsliðinu það sem eftir var mótsins.