Zeitz hefndi sín á Loga Geirssyni

Þýski handknattleiksmaðurinn Christian Zeitz, hjá Kiel, hefndi sína á Loga Geirssyni þegar þeir mættust í viðureign Lemgo og Kiel í 8 liða úrslitum þýsku bikarkeppnninnar í fyrrakvöld. Zeitz stóðst þá ekki mátið og felldi Loga harkalega eftir að Loga hafði tekist að leika framhjá honum og komast í upplagt marktækifæri.

Brot Zeitz var algjörlega ástæðulaust og bar þess merki að um hefnibrot hafi verið að ræða. Dómarar leiksins sáu brotið og vísuðu Zeitz umsvifalaust af leikvelli auk þess að dæma vítakast. Zeitz datt í hug að mótmæla brottrekstrinum. Logi fékk högg á fótlegginn í viðskiptunum en virtist ekki meiðast illa og lék áfram eins og ekkert hefði í skorist.

Greinilegt er að Zeitz hefur ekki gleymt því þegar Logi kastaði knettinum óvart í höfuð Zeitz beint úr aukakasti í lok fyrri hálfleiks í viðureign Þýskalands og Íslands í Westfalen-íþróttahöllinni í Dortmund í viðureign þjóðanna á heimsmeistaramótinu í handknattleik fyrir skömmu. Zeitz lá þá lengi eftir og hlaut mikla samúð á meðal hinn 12.000 þýsku áhorfenda en stóð síðan upp sprækur og hress skömmu síðar og lék allan síðari hálfleikinn. Áhorfendum bauluðu hins vegar á Loga í hvert sinn sem hann fékk boltann í hendurnar það sem eftir lifði leiks. Héldu þeir þeim leik áfram í öllum þeim leikjum sem Logi tók þátt í með íslenska landsliðinu það sem eftir var mótsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert