Aron og lærisveinar drógust gegn spænsku liði

Aron Kristjánsson, þjálfari danska handknattleiksliðsins Skjern.
Aron Kristjánsson, þjálfari danska handknattleiksliðsins Skjern. Morgunblaðið Brynjar Gauti

Danska liðið Skjern, sem Aron Kristjánsson þjálfar og þrír íslenskir handknattleiksmenn leika með, mætir BM Aragón frá Spáni í undanúrslitum EHF-keppninnar í handknattleik. Fyrri leikurinn verður á Jótlandi 24. mars en hinn síðari viku síðar á Spáni. Í hinni viðureign undanúrslitanna leikur Magdeburg við svissneska liðið Grasshopper-Club Zürich.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert