Danska liðið Skjern, sem Aron Kristjánsson þjálfar og þrír íslenskir handknattleiksmenn leika með, mætir BM Aragón frá Spáni í undanúrslitum EHF-keppninnar í handknattleik. Fyrri leikurinn verður á Jótlandi 24. mars en hinn síðari viku síðar á Spáni. Í hinni viðureign undanúrslitanna leikur Magdeburg við svissneska liðið Grasshopper-Club Zürich.