Átök á áhorfendapöllum Laugardalshallar

Tite Kalandaze leikmaður Stjörnunnar.
Tite Kalandaze leikmaður Stjörnunnar. Ómar Óskarsson

Gera þurfti hlé á bikarúrslitaleik karla í handknattleik í upphafi síðari hálfleiks þar sem að nokkrir áhorfendur lentu í átökum við starfsmenn leiksins. Illa gekk að ráða við þá sem létu ófriðlega og á sjónvarpsmyndum mátti sjá að átökin bárust inn á völlinn. Staðan í leiknum er 16:9 fyrir Stjörnuna sem á í höggi við Fram. Stjarnan hefur titil að verja í SS-bikarkeppninni en Fram er Íslandsmeistari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert