Stjarnan heldur sínu striki

Landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst hjá Stjörnunni gegn HK …
Landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst hjá Stjörnunni gegn HK í kvöld, skoraði níu mörk. Hér er eitt þeirra í uppsiglingu. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Stjarnan er áfram í efsta sæti úrvalsdeildar kvenna, DHL-deildinni, eftir leiki kvöldsins þar sem liðið vann stórsigur á HK, 40:26, á heimavelli í Garðabæ eftir að hafa verið níu mörkum yfir í hálfleik, 20:11. Stjarnan er þar með komin með 30 stig að loknum 17 leikjum. Valur er í öðru sæti með 28 stig eftir níu marka sigur á ÍBV í Eyjum, 29:20 og Grótta heldur þriðja sætinu þar sem hún vann Fram, 16:27, í íþróttahúsi Fram. Nýkrýndir bikarmeistarar Hauka mættu sveitungum sínum í FH og náðu að vinna með tveggja marka mun, 31:29, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 17:16.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert