Leik Fram og ÍBV seinkað

Ákveðið hefur verið að seinka viðureign Fram og ÍBV á Íslandsmóti kvenna í handknattleik sem fram á að fara í kvöld í íþróttahúsi Fram um tvær stundir. Er það gert vegna erfiðleika í samgöngum á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Reiknað er með að flautað verði til leiks klukkan 20.

Í kvöld eigast ennfremur við Haukar og Valur annarsvegar á Ásvöllum kl. 18 og hinsvegar Akureyri og HK í KA-heimilinu á Akureyri í 1. deild kvenna. Þá eru á dagskrá þrír leikir í efstu deild karla í handknattleik. ÍR tekur á móti HK í Austurbergi kl. 19, en einni stund síðari leiða Haukar og Stjörnumenn saman hesta sína á Ásvöllum og Liðsmenn Akureyrar taka á móti Fylki í KA-heimilinu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert