Gunnar Berg og Gísli í Hauka

Gunnar Berg Viktorsson í leik með franska liðinu Paris gegn …
Gunnar Berg Viktorsson í leik með franska liðinu Paris gegn Fram fyrir nokkrum árum. Golli

Haukar hafa gert samninga við handknattleiksmennina Gunnar Berg Viktorsson og Gísla Guðmundsson, markvörð, um að leika með liðinu næstu árin. Báðir hafa þeir leikið í Danmörku í vetur, Gunnar með Holstebro og Gísli með Ajax.

Gunnar Berg hefur leikið erlendis í sex ár í Þýskalandi, Frakklandi og Danmörku en lék þar áður með Fram og ÍBV. Gísli hefur leikið með Selfossi, ÍR, Gróttu og ÍBV.

Haukar, sem hafa tryggt tilverurétt sinn í úrvalsdeildinni, munu leika undir stjórn Arons Kristjánssonar á næstu leiktíð en Aron, sem nýlega gerði þriggja ára samning við Hafnarfjarðarliðið, snýr heim frá Dannmörku í sumar en þar hefur hann spilað og þjálfað undanfarin ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert