Haukar hafa gert samninga við handknattleiksmennina Gunnar Berg Viktorsson og Gísla Guðmundsson, markvörð, um að leika með liðinu næstu árin. Báðir hafa þeir leikið í Danmörku í vetur, Gunnar með Holstebro og Gísli með Ajax.
Gunnar Berg hefur leikið erlendis í sex ár í Þýskalandi, Frakklandi og Danmörku en lék þar áður með Fram og ÍBV. Gísli hefur leikið með Selfossi, ÍR, Gróttu og ÍBV.
Haukar, sem hafa tryggt tilverurétt sinn í úrvalsdeildinni, munu leika undir stjórn Arons Kristjánssonar á næstu leiktíð en Aron, sem nýlega gerði þriggja ára samning við Hafnarfjarðarliðið, snýr heim frá Dannmörku í sumar en þar hefur hann spilað og þjálfað undanfarin ár.