Valsmenn eru Íslandsmeistarar karla 2007

Óskar Bjarni Óskarsson stýrði Valsmönnum til sigurs á Íslandsmótinu.
Óskar Bjarni Óskarsson stýrði Valsmönnum til sigurs á Íslandsmótinu. Morgunblaðið/Golli

Valsmenn eru Íslandsmeistarar karla í handknattleik 2007 eftir sigur á Haukum, 33:31, í hörkuspennandi leik á Ásvöllum. Úrslitin réðust ekki fyrr en í blálokin þegar Ingvar Árnason skoraði 33. mark Vals. HK-ingar þurftu að treysta á að Valsmenn töpuðu stigi og vinna sjálfir á Akureyri en úrslit þar urðu 27:27.

Fylgst var með gangi mála jafnóðum hér á mbl.is og þannig þróuðust leikirnir:

Staðan:
Haukar - Valur 31:33 (lokatölur)
Akureyri - HK 27:27 (lokatölur)

HK jafnaði metin á Akureyri, 27:27, og átti síðustu sóknina en hafði aðeins 4 sekúndur, sem nægðu ekki til að skora sigurmark. Valur vinnur þar með deildina með einu stigi meira en Kópavogsliðið.

Ingvar Árnason skoraði fyrir Val, 33:31, og tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn þegar 20 sekúndur voru eftir.

Andri Stefan skoraði fyrir Hauka, 32:31, þegar 40 sekúndur voru eftir.

Akureyri komst í 26:23 þegar fimm mínútur voru eftir.

Baldvin Þorsteinsson skoraði fyrir Val, 32:30, þegar 1,20 voru eftir.

Kári Kristjánsson skoraði sitt 7. mark fyrir Hauka og minnkaði muninn í 31:30.

Baldvin Þorsteinsson kom Val í 31:29 úr hraðaupphlaupi þegar 2,15 mínútur voru eftir.

Markús Máni skoraði sitt 10. mark og kom Val í 30:28. Freyr Brynjarsson svaraði með sínu 6. marki fyrir Hauka, 30:29.

Akureyri komst yfir, 23:22, þegar 8 mínútur voru eftir á Akureyri.

Valur yfir 29:27 þegar 5 mínútur voru eftir.

HK sneri leiknum á Akureyri sér í hag með þremur mörkum í röð og komust í 21:19 á 17. mínútu síðari hálfleiks.

Sigurður Eggertsson kom Val í 27:24 með sjöunda marki sínum í leiknum.

Valur náði tveggja marka forystu á ný, 26:24, á 19. mínútu síðari hálfleiks.

Akureyringar komust yfir í fyrsta skipti gegn HK, 18:17, á 10. mínútu.

Haukar tóku góða rispu, skoruðu fimm mörk gegn einu og minnkuðu muninn í 21:20 á 9. mínútu síðari hálfleiks. Þeir jöfnuðu síðan, 22:22 og 23:23.

Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn vel og voru komnir í 20:15 eftir fimm mínútna leik.

Flautað til hálfleiks á Akureyri þar sem HK er yfir, 14:13.

Flautað til hálfleiks á Ásvöllum þar sem staðan er 16:13 fyrir Val. Markús Máni hefur skorað 6 mörk fyrir Val og Baldvin Þorsteinsson 4. Andri Stefan hefur skorað 3 mörk fyrir Hauka.

HK komst í 12:9 en Akureyri jafnaði 12:12 þegar rúmar 20 mínútur voru liðnar.

Valsmenn náðu fjögurra marka forskoti, 16:12, á 27. mínútu.

Markús Máni Michaelsson skoraði 5 af fyrstu 13 mörkum Vals.

Brendan Þorvaldsson línumaður skoraði þrjú af fyrstu sjö mörkum HK á Akureyri.

Valsmenn komust yfir í fyrsta skipti á Ásvöllum á 11. mínútu, 6:5.

Leikurinn á Akureyri hófst um fimm mínútum síðar en leikurinn á Ásvöllum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka