Grænlendingar eru vongóðir

Forsvarsmenn grænlenska handknattleikssambandsins eru bjartsýnir á að halda sæti sínu inn Handknattleikssambands Ameríkuríkja, PATHF. Hópur þjóða innan þess vill vísa Grænlendingum úr sambandinu og segir þá eiga meiri samleið með Evórpuþjóðum.

Meðal annars var landsliði Grænlendinga, skipað leikmönnum 21 árs og yngri meinuð þátttaka í undankeppni HM í þessum aldursflokki í Argentínu í síðasta mánuði.

Á þingi Alþjóða handknattleikssambandins (IHF) í Madrid um síðustu helgi fundu Grænlendingar fyrir stuðningi við sinn málstað innan stjórnar IHF. Sáttafundur á milli Grænlendinga og "óvinaþjóðanna" bar hins vegar ekki árangur. Til þess að fá í málinu skorið hefur grænlenska handknattleikssambandið kært forsvarsmenn PATHF til laga- og reglugerðanefndar IHF, þar sem þess er krafist að Grænland verði hér eftir sem hingað til fullgildur meðlimur PATHF.

Talsmaður grænlenska handknattleikssambandsins, Carl Johan Colberg, segist á heimasíðu sambandsins vera bjartsýnn á fullan stuðning IHF í málinu og að þjóðin haldi sinni stöðu inn PATHF.

Helstu andstæðingar Grænlendinga innan PATHF eru Bandaríkin, Kanada, Chile og Paragvæ, en þessar þjóðir hafa á síðustu árum orðið að láta í minni pokann fyrir Grænlendingum í undankeppni HM og horft á þá leika meðal hinna stóru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert