Birkir Ívar Guðmundsson getur leikið með íslenska landsliðinu í handknattleik gegn Serbum í Niš á næsta laugardag án þess að þurfa áður að gera upp á milli landsliðsins og þýska félagsliðsins sem hann leikur með, TuS N-Lübbecke, eins og leit út fyrir um tíma. Þýska handknattleikssambandið hefur ákveðið að flýta til fyrri leik Lübbecke og Dormagen um sæti í 1. deild á næstu leiktíð fram á fimmtudagskvöld, en upphaflega stóð til að hann færi fram á laugardaginn, á sama dag og íslenska landsliðið mætir því serbneska fyrra sinni um sæti á Evrópumótinu í Noregi á næsta ári.