Serbar lönduðu naumum sigri í Nice, 30:29

Birkir Ívar Guðmundsson.
Birkir Ívar Guðmundsson. Brynjar Gauti

Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði með eins marks mun, 30:29, gegn Serbíu á útivelli í fyrri leiknum um laust sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Noregi á næsta ári. Síðari leikurinn fer fram í Laugardalshöll þann 17. júní. Leiknum var lýst í textalýsingu á mbl.is.

Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 9/1, Alexander Pettersson 6, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Snorri Steinn Guðjónsson 4, Róbert Gunnarsson 3, Hannes Jón Jónsson 1.

Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 18/1, Hreiðar Guðmundsson 1/1.

60. mín. Leiknum er lokið. Síðasta sókn Íslands rann út í sandinn og Serbar fagna naumum sigri, 30:29.

57. mín. Staðan er 28:27 fyrir Serbíu.

54. mín. Serbar skora þrjú mörk í röð. Staðan er 26:26 og sex mínútur eftir af leiknum.

52. mín. Serbar skora og staðan er 26:24. Varnarleikur íslenska liðsins hefur lagast mikið á síðustu mínútum.

50. mín. Íslendingar eru yfir, 26:23. Frábær leikkafli íslenska liðsins.

47. mín. Alexender Pettersson skorar tvö mörk í röð, staðan er 23:23.

45. mín. Staðan er 21:22 fyrir Serbíu og Birkir Ívar Guðmundsson hefur varið 18 skot.

42. mín. Serbar skora tvö mörk í röð, staðan er 21:19 fyrir Serbíu.

40. mín. Staðan er 19:19.

34. mín. Alexander Pettersson fær tveggja mínútna brottvísun. Staðan er 17:17.

32. mín. Síðari hálfleikur er byrjaður og staðan er 16:16.

30. mín. Fyrri hálfleik er lokið. Ísland er yfir 14:13. Birkir Ívar Guðmundsson varði vel undir lok fyrri hálfleiks en hann hefur varið alls 14 skot. Ólafur Stefánsson skoraði síðasta mark Íslands í fyrri hálfleik í Nis en um 7.000 áhorfendur eru á leiknum.

27. mín. Serbar skora tvö mörk í röð. Staðan er 13:12 fyrir Ísland.

24. mín. Snorri Steinn skorar tvö mörk í röð og er staðan 13:10 fyrir Ísland. Ólafur Stefánsson fékk tveggja mínútna brottvísun.

22. mín. Serbar skora þrjú mörk í röð og er staðan 11:10 fyrir Ísland. Guðjón Valur Sigurðsson fékk tveggja mínútna brottvísun og leikur íslenska liðsins riðlaðist í kjölfarið.

22. mín. Snorri Steinn skorar tvö mörk í röð og er staðan 13:10 fyrir Ísland.

19. mín. Staðan er 9:7 fyrir Ísland.

17. mín. Staðan er 7:6 fyrir Ísland. Birkir hefur varið 8 skot.

12. mín. Staðan er 5:4 fyrir Ísland. Snorri Steinn og Ólafur hafa skorað dregið vagninn í síðustu sóknum liðsins og skoraði 2 mörk hvor um sig gegn einu marki Serba. Birkir Ívar hefur varið 5 skot fyrir Ísland.

10. mín. Staðan er 4:3 fyrir Serbíu. Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson hafa skorað mörk Íslands.

7. mín. Guðjón Valur Sigurðsson hefur skorað eina mark Íslands til þessa í leiknum en staðan er 3:1 fyrir Serbíu. Birkir Ívar Guðmundsson hefur varið þrjú skot og þar af eitt vítakast.

Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 9/1, Alexander Pettersson 6, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Snorri Steinn Guðjónsson 4, Róbert Gunnarsson 3, Hannes Jón Jónsson 1.

Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 18/1, Hreiðar Guðmundsson 1/1.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert