Fyrirgefðu – Jón Hjaltalín

Jón Hjaltalín Magnússon lyfti íslenskum handknattleik á hærra plan.
Jón Hjaltalín Magnússon lyfti íslenskum handknattleik á hærra plan. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Ég og fleiri handknattleiksunnendur urðum vægast sagt undrandi síðastliðinn mánudag er Handknattleikssamband Íslands boðaði til hátíðarfundar í tilefni 50 ára afmælis sambandsins. Þar nýtti stjórn sambandsins sér nýja samþykkt stjórnar um að heimilt sé að skipa heiðursformann HSÍ. Stjórn nýtti sér réttinn með því að bjóða upp á – vægast sagt – óvænta uppákomu, en lítt skemmtilega. Þeir sem þekkja stutta sögu Handknattleikssambands Íslands eru undrandi á að nafn Jóns Hjaltalíns Magnússonar hafi ekki verið nefnt við þetta tækifæri – mannsins sem lyfti handknattleiknum hér á landi upp á hærra plan með ódrepandi dugnaði.

Þetta segir Sigmundur Ó. Steinarsson blaðamaður, m.a. í hugvekju sinni í Morgunblaðinu í dag sem hann skrifar í tilefni af skipun heiðursformanns HSÍ á hátíðarfundi sambandsins í byrjun vikunnar. Hugvekju hans má lesa í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert