Sigurður Eggertsson fer frá Val til Danmerkur

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson mbl.is

Íslandsmeistarar Vals í handknattleik karla munu missa spón úr aski sínum á komandi leiktíð. Sigurður Eggertsson hefur ákveðið að flytjast búferlum til Árósa í Danmörku. Sigurður var mikilvægur hlekkur hjá liðinu síðasta vetur eins og undanfarin ár, en hann getur bæði leikið sem skytta og leikstjórnandi.

Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is
Sigurður staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði óljóst hvar hann myndi leika handknattleik á næsta tímabili en ástæða flutninganna væri sú að unnusta hans mun stunda nám í Árósum. Tvö lið frá Árósum eru í efstu deild og segist Sigurður ætla að reyna að komast að hjá öðru hvoru þeirra. Sturla Ásgeirsson fyrrum ÍR-ingur leikur með öðru þeirra, AGF, en hitt liðið heitir Skanneburg og er nýliði í efstu deild:

,,Ég ætla bara að gera eins og Róbert Gunnarsson gerði hér um árið og mæta bara með töskuna á æfingu. Það er bara spennandi að þurfa að sanna sig á nýjum stað. Ég mun örugglega spila handbolta þarna, bara spurning með hvaða liði," sagði Sigurður þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gærkvöldi.

Viðtal er við Sigurð í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert